Aaron Ramsdale opnar sig um fósturlát eiginkonu sinnar og fordóma í garð bróður síns Siggeir Ævarsson skrifar 3. ágúst 2023 23:45 Aaron Ramsdale átti ekki góða daga í janúar Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnaði sig um persónuleg málefni í aðsendri grein í Players Tribune í dag, þar sem hann greindi m.a. frá því að konan hans hafi misst fóstur í janúar. Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira
Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira