Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2023 10:00 Ytri-Rangá á fallegum degi. mynd/ gar Það er alltaf ákveðin tímamót á hverju sumri þegar fyrsta laxveiðiáin fer yfir 1.000 laxa og þetta sumarið er það Ytri Rangá sem rýfur múrinn. Það hefur verið mjög góður stígandi í veiðinni í Ytri Rangá en þar hafa verið að veiðast 50-70 laxar á dag og suma daga meira. Þetta er eitthvað sem veiðimenn sem hafa stundað Ytri Rangá lengi þekkja vel, það er þegar stærri göngurnar koma ekki fyrr en í lok júlí og það virðist nokkurn veginn vera málið núna bæði í Ytri og Eystri Rangá. Af hverju þetta stafar er svo annað mál. Neðstu svæðin eru eins og venjulega að gefa best en veiðin er engu að síður eitthvað dreifðari en hún var til að mynda í fyrra þegar það var mikið af laxi á fáum stöðum og sást það greinilega í veiðibókinni. Fleiri staðir eru að gefa núna og er almennt talað um það meðal veiðimanna að áinn eigi nokkuð inni svo ágúst gæti orðið mjög spennandi. Stangveiði Mest lesið Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Það hefur verið mjög góður stígandi í veiðinni í Ytri Rangá en þar hafa verið að veiðast 50-70 laxar á dag og suma daga meira. Þetta er eitthvað sem veiðimenn sem hafa stundað Ytri Rangá lengi þekkja vel, það er þegar stærri göngurnar koma ekki fyrr en í lok júlí og það virðist nokkurn veginn vera málið núna bæði í Ytri og Eystri Rangá. Af hverju þetta stafar er svo annað mál. Neðstu svæðin eru eins og venjulega að gefa best en veiðin er engu að síður eitthvað dreifðari en hún var til að mynda í fyrra þegar það var mikið af laxi á fáum stöðum og sást það greinilega í veiðibókinni. Fleiri staðir eru að gefa núna og er almennt talað um það meðal veiðimanna að áinn eigi nokkuð inni svo ágúst gæti orðið mjög spennandi.
Stangveiði Mest lesið Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði