Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Lovísa Arnardóttir skrifar 1. ágúst 2023 19:01 Ármann bíður þess að hraunið renni yfir tilraunasvæðið. Vísir/Einar Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. Í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gíg eldgossins við Litla -Hrút er nú verið að gera mikilvægar rannsóknir á því hvað gerist þegar hraun rennur undir og yfir innviði. Reynt var að gera álíka rannsóknir árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við fáum að fara af stað aðeins fyrr og erum að vonast til þess núna komist hraunið yfir þannig við fáum einhverjar niðurstöður en svona rannsóknir hafa aldrei verið gerðar áður, hvergi á jörðinni,“ segir Ármann og að niðurstöðurnar muni nýtast fólki um allan heim, ekki bara Íslendingum. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? „Hér erum við að undirbúa innviðina, hvernig við eigum að bregðast við ef hraunið fer að koma nær okkur,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, en rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. „Það er lína uppi og það eru hitamælar á henni. Við mælum hitann í línunni og hvað hann verður mikill í línuhæð, eftir að hraun er komið undir, og það gefur okkur mikilvægar hugmyndir um hversu mikið rafmagn má fara í gegnum línuna,“ segir Ármann en flutningsgetan minnkar eftir því sem línan verður heitari. Innan afmarkaða svæðisins eru mælarnir grafnir. Stóri staurinn er svo tengdur línu sem liggur yfir og á henni liggja hitamælar. Vísir/Lovísa „Það gefur líka hugmynd um hver slökunin verður á línunni,“ segir hann en auk þess er búið að grafa niður ellefu hitamæla á mismikið dýpi. „Sá sem dýpst er, er á 120 sentímetra dýpi, og með því mælum við hvernig hitinn undir hrauninu fer ofan í jörðina,“ segir Ármann og að það skipti máli fyrir kapla, ljósleiðara og annað, sem geymdir eru í jörð. Til að sjá hvenær þeir gefa eftir miðað við dýpt. „Það er mikilvægt að ná í þessar upplýsingar því ef hraunið eða gosin fara að færast nær byggð og renna undir rafmagnslínur eða strengi í jörðu þá vitum við nokkurn veginn hvað við höfum langan tíma að til að koma annarri tengingu á,“ segir hann og að það sé alveg ljóst að tengingin fari en með þessu sé hægt að koma í veg fyrir hörmungar hinum megin við hraunið. Komist yfir áður en gosi lýkur Búið er að spá því að eldgosinu ljúki á næstu tveimur vikum en Ármann er handviss um að það sé nóg til að hraunið komist yfir tilraunina. „Já, ég er ansi viss um það. Það tekur kannski þrjá, fjóra eða fimm daga. En við sjáum hérna að aftan eru breytingar á hraunkantinum á hverjum degi,“ segir Ármann og það sjáist breytingar í Meradölum á hrauni frá bæði 2021 og 2022. „Ég held það sé alveg ljóst að það er að safnast fyrir hér í Meradölum stór pollur og þegar hann gefur sig þá gerist þetta hratt. Hann á samt ekki von á því að eldgosið komist nærri mikilvægum innviðum. Miðað við rennslið sem er í því þyrfti að gjósa áfram í marga mánuði svo það færi að ógna Reykjanesbraut eða Suðurstrandarvegi. En er þetta skemmtilegt? „Já, að sjálfsögðu. Þetta er alltaf skemmtilegt og um að gera fyrir ungt fólk sem er ekki alveg búið að ákveða hvað það ætlar að gera að koma til okkar umvörpum í háskólann. Okkur vantar að endurnýja flotann af góðum jarðfræðingum og eldfjallafræðingum,“ segir hann léttur að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Vísindi Tengdar fréttir „Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos“ Jarðskjálftahrina hófst um helgina við Torfajökul. Eldfjallafræðingur segir gos þar aldrei verða þægilegt eins og gosin á Reykjanesi síðustu þrjú ár. En eins og stendur eru þó sterkari vísbendingar við Öskju en Torfajökul um eldgos. 1. ágúst 2023 11:55 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. 1. ágúst 2023 08:41 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gíg eldgossins við Litla -Hrút er nú verið að gera mikilvægar rannsóknir á því hvað gerist þegar hraun rennur undir og yfir innviði. Reynt var að gera álíka rannsóknir árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við fáum að fara af stað aðeins fyrr og erum að vonast til þess núna komist hraunið yfir þannig við fáum einhverjar niðurstöður en svona rannsóknir hafa aldrei verið gerðar áður, hvergi á jörðinni,“ segir Ármann og að niðurstöðurnar muni nýtast fólki um allan heim, ekki bara Íslendingum. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? „Hér erum við að undirbúa innviðina, hvernig við eigum að bregðast við ef hraunið fer að koma nær okkur,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, en rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. „Það er lína uppi og það eru hitamælar á henni. Við mælum hitann í línunni og hvað hann verður mikill í línuhæð, eftir að hraun er komið undir, og það gefur okkur mikilvægar hugmyndir um hversu mikið rafmagn má fara í gegnum línuna,“ segir Ármann en flutningsgetan minnkar eftir því sem línan verður heitari. Innan afmarkaða svæðisins eru mælarnir grafnir. Stóri staurinn er svo tengdur línu sem liggur yfir og á henni liggja hitamælar. Vísir/Lovísa „Það gefur líka hugmynd um hver slökunin verður á línunni,“ segir hann en auk þess er búið að grafa niður ellefu hitamæla á mismikið dýpi. „Sá sem dýpst er, er á 120 sentímetra dýpi, og með því mælum við hvernig hitinn undir hrauninu fer ofan í jörðina,“ segir Ármann og að það skipti máli fyrir kapla, ljósleiðara og annað, sem geymdir eru í jörð. Til að sjá hvenær þeir gefa eftir miðað við dýpt. „Það er mikilvægt að ná í þessar upplýsingar því ef hraunið eða gosin fara að færast nær byggð og renna undir rafmagnslínur eða strengi í jörðu þá vitum við nokkurn veginn hvað við höfum langan tíma að til að koma annarri tengingu á,“ segir hann og að það sé alveg ljóst að tengingin fari en með þessu sé hægt að koma í veg fyrir hörmungar hinum megin við hraunið. Komist yfir áður en gosi lýkur Búið er að spá því að eldgosinu ljúki á næstu tveimur vikum en Ármann er handviss um að það sé nóg til að hraunið komist yfir tilraunina. „Já, ég er ansi viss um það. Það tekur kannski þrjá, fjóra eða fimm daga. En við sjáum hérna að aftan eru breytingar á hraunkantinum á hverjum degi,“ segir Ármann og það sjáist breytingar í Meradölum á hrauni frá bæði 2021 og 2022. „Ég held það sé alveg ljóst að það er að safnast fyrir hér í Meradölum stór pollur og þegar hann gefur sig þá gerist þetta hratt. Hann á samt ekki von á því að eldgosið komist nærri mikilvægum innviðum. Miðað við rennslið sem er í því þyrfti að gjósa áfram í marga mánuði svo það færi að ógna Reykjanesbraut eða Suðurstrandarvegi. En er þetta skemmtilegt? „Já, að sjálfsögðu. Þetta er alltaf skemmtilegt og um að gera fyrir ungt fólk sem er ekki alveg búið að ákveða hvað það ætlar að gera að koma til okkar umvörpum í háskólann. Okkur vantar að endurnýja flotann af góðum jarðfræðingum og eldfjallafræðingum,“ segir hann léttur að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Vísindi Tengdar fréttir „Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos“ Jarðskjálftahrina hófst um helgina við Torfajökul. Eldfjallafræðingur segir gos þar aldrei verða þægilegt eins og gosin á Reykjanesi síðustu þrjú ár. En eins og stendur eru þó sterkari vísbendingar við Öskju en Torfajökul um eldgos. 1. ágúst 2023 11:55 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. 1. ágúst 2023 08:41 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos“ Jarðskjálftahrina hófst um helgina við Torfajökul. Eldfjallafræðingur segir gos þar aldrei verða þægilegt eins og gosin á Reykjanesi síðustu þrjú ár. En eins og stendur eru þó sterkari vísbendingar við Öskju en Torfajökul um eldgos. 1. ágúst 2023 11:55
Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54
Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. 1. ágúst 2023 08:41