Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 13:26 Frá mótmælum í Níger en þau hafa að miklu leyti snúist um Frakkland. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni. Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni.
Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07