Bragi og Guðni enduðu úti í á Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2023 15:00 Skjáskot af upptökur úr bíl Guðna og Braga í þann mund sem bíll þeirra er á leið utan vegar Vísir/Skjáskot Það fór um fyrrum Íslandsmeistarana Braga Þórðarson og Guðna Frey Ómarsson á dögunum er þeir lentu í hremmingum í endukomu sinni í rallýkeppni þegar að Bragi missti stjórn á bíl þeirra og endaði í á. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir. Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira
Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira