Okkar konum ekki spáð á pall á heimsleikunum en fá „ekki gleyma“ umfjöllun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir saman þegar Anníe komst á verðlaunapall fyrir tveimur árum síðan. Instagram/@anniethorisdottir Það eru mörg laus pláss á topp tíu á heimsleikunum eftir mikil forföll milli ára en um leið margar tilkallaðar. Morning Chalk Up vefurinn hefur nú sett fram spá sína um hvernig baráttan um heimsmeistaratitil kvenna í CrossFit endar í ár. Heimsleikarnir hefjast hjá körlunum og konunum á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn en keppni í aldursflokkum og flokkum fatlaðra hefst í dag. Tia-Clair Toomey hefur verið heimsmeistari sex ár í röð en verður aðeins sem áhorfandi í ár þar sem hún er nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. Hún er hins vegar ekki sú eina af topp tíu lista síðustu heimsleikum sem keppir ekki í ár. Fimm af topp tíu ekki með Alls eru það fimm af tíu efstu konum síðustu heimsleika sem missa af leikunum í ár. Þetta eru konurnar í fyrsta sæti (Toomey), öðru sæti (Mal O’Brien), fimmta sæti (Brooke Wells), sjöunda sæti (Kara Saunders) og níunda sæti (Haley Adams). Sérfræðingar Morning Chalk Up hafa nú spáð vel í spilin og sett fram sína spá um hvaða þrjár konur komast á verðlaunapallinn á þessum heimsleikum. Það eru bara tveir fyrrum heimsmeistarar að keppa í kvennaflokki í ár og þær koma báðar frá Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðasta til að vinna af þeim sem heita ekki Tia-Clair Toomey og Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari fyrir ellefu og tólf árum síðan. Ungverja og Pólverja spáð tveimur efstu sætunum Okkar konum er ekki spáð á verðlaunapallinn en þær fá aftur á móti báðar „ekki gleyma“ umfjöllun í spágrein vefsins. Morning Chalk Up spáir Ungverjanum Laura Horvath sigri en hún er sú eina af verðlaunapallinum frá því í fyrra sem er með í ár og hefur unnið tvö silfur (2018 og 2021) og eitt brons (2022) á síðustu fimm heimsleikum. Pólverjanum Gabrielu Migala er spáð öðru sætinu og hinni bandarísku Danielle Brandon er síðan spáð þriðja sætinu. Migala er með sterka Íslandstengingu því umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þyki aftur á móti það líklegar að þær fá sérumfjöllun í spánni. Hér fyrir neðan má sjá það sem sagt var um okkar konur. Morning Chalk Up um Anníe Mist Þórisdóttur: „Það var erfitt að setja Anníe hér frekar en í þriðja sætið en við höldum bara að Danielle Brandon hafi örlítið forskot á hana. Okkur kæmi samt ekkert mikið á óvart ef Anníe myndi endurtaka það sem hún gerði árið 2021. Svona ef einhver gleymdi því þá kom Anníe til baka, ári eftir að hafa eignast barn, og náði þriðja sætinu á heimsleikunum 2021. Eftir að hafa hætt við þátttöku í fyrra, og keppt frekar í liðakeppninni, þá er spurning hvort hún eigi inni aðra innkomu í ár. Hingað til þá hefur hún litið frábærlega út á árinu 2ö23 ekki síst í undanúrslitamóti Evrópu þar sem hún barðist alla helgina við Gabi Migala um fyrsta sætið. Í greinunum sjö þá endaði hún aldrei neðar en í áttunda sætinu og hún vann meira að segja Lauru Horvath í þremur af sjö greinum. Hún er kannski orðin 33 ára en segist aldrei hafa verið í betra formi og hún er með augum á öðrum heimsmeistaratitli.“ Morning Chalk Up um Katrínu Tönju Davíðsdóttur: „Þrátt fyrir að Davíðsdóttir hafi verið sex stigum frá því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í fyrra þá væru það mistök að halda að hún væri búin að missa það. Við skulum ekki gleyma því að árununum 2015 til 2021 þá varð hún í tíunda sæti eða ofar á sjö heimsleikum í röð þar af sex sinnum inn á topp fimm auk þess að verða tvisvar sinnum heimsmeistari. Alveg eins og Anníe Þórisdóttir þá er hún þekkt fyrir magnaða endurkomu. Árið 2015 varð hún heimsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Fram eftir öllu tímabilinu þá hefur hún litið út eins og sú Katrín sem búumst við að sjá, sérstaklega í undanúrslitamóti Vesturhluta Norður Ameríku þar sem munaði litlu að hún stæði uppi sem sigurvegari. Fyrrverandi heimsmeistarar eins og Davíðsdóttir vita hvað þarf til að vinna á hæsta stigi og nú eftir að Toomey opnaði möguleika fyrir alla aðra, þá eru það keppendur eins og Katrín sem hafa meiri innri hvöt en nokkurn tímann fyrr.“ CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Heimsleikarnir hefjast hjá körlunum og konunum á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn en keppni í aldursflokkum og flokkum fatlaðra hefst í dag. Tia-Clair Toomey hefur verið heimsmeistari sex ár í röð en verður aðeins sem áhorfandi í ár þar sem hún er nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. Hún er hins vegar ekki sú eina af topp tíu lista síðustu heimsleikum sem keppir ekki í ár. Fimm af topp tíu ekki með Alls eru það fimm af tíu efstu konum síðustu heimsleika sem missa af leikunum í ár. Þetta eru konurnar í fyrsta sæti (Toomey), öðru sæti (Mal O’Brien), fimmta sæti (Brooke Wells), sjöunda sæti (Kara Saunders) og níunda sæti (Haley Adams). Sérfræðingar Morning Chalk Up hafa nú spáð vel í spilin og sett fram sína spá um hvaða þrjár konur komast á verðlaunapallinn á þessum heimsleikum. Það eru bara tveir fyrrum heimsmeistarar að keppa í kvennaflokki í ár og þær koma báðar frá Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðasta til að vinna af þeim sem heita ekki Tia-Clair Toomey og Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari fyrir ellefu og tólf árum síðan. Ungverja og Pólverja spáð tveimur efstu sætunum Okkar konum er ekki spáð á verðlaunapallinn en þær fá aftur á móti báðar „ekki gleyma“ umfjöllun í spágrein vefsins. Morning Chalk Up spáir Ungverjanum Laura Horvath sigri en hún er sú eina af verðlaunapallinum frá því í fyrra sem er með í ár og hefur unnið tvö silfur (2018 og 2021) og eitt brons (2022) á síðustu fimm heimsleikum. Pólverjanum Gabrielu Migala er spáð öðru sætinu og hinni bandarísku Danielle Brandon er síðan spáð þriðja sætinu. Migala er með sterka Íslandstengingu því umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þyki aftur á móti það líklegar að þær fá sérumfjöllun í spánni. Hér fyrir neðan má sjá það sem sagt var um okkar konur. Morning Chalk Up um Anníe Mist Þórisdóttur: „Það var erfitt að setja Anníe hér frekar en í þriðja sætið en við höldum bara að Danielle Brandon hafi örlítið forskot á hana. Okkur kæmi samt ekkert mikið á óvart ef Anníe myndi endurtaka það sem hún gerði árið 2021. Svona ef einhver gleymdi því þá kom Anníe til baka, ári eftir að hafa eignast barn, og náði þriðja sætinu á heimsleikunum 2021. Eftir að hafa hætt við þátttöku í fyrra, og keppt frekar í liðakeppninni, þá er spurning hvort hún eigi inni aðra innkomu í ár. Hingað til þá hefur hún litið frábærlega út á árinu 2ö23 ekki síst í undanúrslitamóti Evrópu þar sem hún barðist alla helgina við Gabi Migala um fyrsta sætið. Í greinunum sjö þá endaði hún aldrei neðar en í áttunda sætinu og hún vann meira að segja Lauru Horvath í þremur af sjö greinum. Hún er kannski orðin 33 ára en segist aldrei hafa verið í betra formi og hún er með augum á öðrum heimsmeistaratitli.“ Morning Chalk Up um Katrínu Tönju Davíðsdóttur: „Þrátt fyrir að Davíðsdóttir hafi verið sex stigum frá því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í fyrra þá væru það mistök að halda að hún væri búin að missa það. Við skulum ekki gleyma því að árununum 2015 til 2021 þá varð hún í tíunda sæti eða ofar á sjö heimsleikum í röð þar af sex sinnum inn á topp fimm auk þess að verða tvisvar sinnum heimsmeistari. Alveg eins og Anníe Þórisdóttir þá er hún þekkt fyrir magnaða endurkomu. Árið 2015 varð hún heimsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Fram eftir öllu tímabilinu þá hefur hún litið út eins og sú Katrín sem búumst við að sjá, sérstaklega í undanúrslitamóti Vesturhluta Norður Ameríku þar sem munaði litlu að hún stæði uppi sem sigurvegari. Fyrrverandi heimsmeistarar eins og Davíðsdóttir vita hvað þarf til að vinna á hæsta stigi og nú eftir að Toomey opnaði möguleika fyrir alla aðra, þá eru það keppendur eins og Katrín sem hafa meiri innri hvöt en nokkurn tímann fyrr.“
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira