Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt. Markús Marelsson úr GK, Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM og Auður Bergrún Snorradóttir úr GM.
Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur það er leiknir voru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppt var í stúlkna– og piltaflokki.
Markús gerði sér lítið fyrir og endaði í öðru sæti í piltaflokki 16 ára og yngri. Hann lék á 214 höggum (71-71-72) eða fimm höggum undir pari.
Ben Bolton frá Englandi lék best allra á -11 samtals. Frábær árangur hjá Markúsi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á þessu móti í fyrra.
Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, lék á 231 höggi (78-77-76) (+12 samtals) en hann endaði í 32. sæti.
Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-79-74) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti.
Auður Bergrún Snorradóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-73-80) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti.
Samhliða fór fram liðakeppni þar sem að þrjú bestu skorin á hverjum keppnishring töldu. Ísland endaði í 13. sæti af alls 28 liðum.