Onana æfur út í Maguire í tapinu í Vegas Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 07:31 André Onana lék sinn annan æfingaleik fyrir Manchester United í nóttt, gegn Dortmund. Getty/Matthew Ashton Manchester United varð að sætta sig við 3-2 tap gegn Dortmund í nótt í síðasta vináttuleik sínum í Bandaríkjunum, á undirbúningstímabilinu fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira