Goslok möguleg eftir eina til tvær vikur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 23:07 Eldgos við Litla-Hrút á Reykjanesskaga hófst 10. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Dregið hefur úr afli gossins um 30 til 50 prósent síðustu vikuna. Goslok eru möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira