Týndi syni sínum í Nice: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:34 Haraldur greindi frá atvikinu í Twitter færslu í dag. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, týndi sex ára syni sínum um stund í borginni Nice í Frakklandi í dag. Hann sagði uppákomuna þá mest ógnvekjandi í lífi hans í Twitter færslu í dag. „Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023 Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023
Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira