Óvissa um framtíð Jóns í starfi: „Neita að tjá mig um það“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:39 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fram, neitar að tjá sig um það hvort þjálfaramál karlaliðs félagsins séu til skoðunar. Í bili hið minnsta eins og hann tjáði Vísi. Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Besta deild karla Fram Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Besta deild karla Fram Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira