Gönguleiðum að gosinu lokað í kvöld Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2023 09:09 Áfram verður gönguleiðum að gossvæðinu lokað klukkan 18. Vísir/Arnar Líkt og síðustu daga mun gönguleiðum inn á gossvæðið á Reykjanesskaga vera lokað klukkan 18 í kvöld. Fyrir það verður opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum gekk lokun vel í gær og voru engin óhöpp skráð. Að mati lögreglustjórans á Suðurnesjum er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum að gossvæðinu opnum allan sólarhringinn. Því verður gönguleiðum frá Suðurstrandavegi lokað daglega klukkan 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Samkvæmt lögreglunni sýnir flest fólk því skilning að aðgangur inn á gossvæðið sé háður takmörkunum. Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn séu á svæðinu í dag. Björgunarsveitir muni sinna útköllum en séu ekki á svæðinu að staðaldri. Erfitt hafi gengið að manna vaktir björgunarsveitarfólks. Þá segir lögreglan að ennþá logi gróðureldar á svæðinu og að óvíst sé um næstu skref í slökkvistarfi. Vakin er athygli á því að gossvæðið er hættulegt og að aðstæður þar geti breyst skyndilega. Lögregla varar þá fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar en hætta eykst þegar vind lægir. „Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu Mælt sé með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldunum. „Fólk fer að gosstöðvunum á eigin ábyrgð. Þá er lögð áhersla á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu, eða þungaðar konur. Það er vegna hugsanlegrar gasmengunar en einnig vegna reyksins frá gróðureldum. Þá er gangan löng og reynist mörgum erfið.“ Göngumenn eigi að klæða sig eftir veðri, taki með sér nesti og gleymi ekki að hafa næga hleðslu á farsímum. Ekki sé tryggt öryggi farsíma á svæðinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Að mati lögreglustjórans á Suðurnesjum er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum að gossvæðinu opnum allan sólarhringinn. Því verður gönguleiðum frá Suðurstrandavegi lokað daglega klukkan 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Samkvæmt lögreglunni sýnir flest fólk því skilning að aðgangur inn á gossvæðið sé háður takmörkunum. Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn séu á svæðinu í dag. Björgunarsveitir muni sinna útköllum en séu ekki á svæðinu að staðaldri. Erfitt hafi gengið að manna vaktir björgunarsveitarfólks. Þá segir lögreglan að ennþá logi gróðureldar á svæðinu og að óvíst sé um næstu skref í slökkvistarfi. Vakin er athygli á því að gossvæðið er hættulegt og að aðstæður þar geti breyst skyndilega. Lögregla varar þá fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar en hætta eykst þegar vind lægir. „Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu Mælt sé með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldunum. „Fólk fer að gosstöðvunum á eigin ábyrgð. Þá er lögð áhersla á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu, eða þungaðar konur. Það er vegna hugsanlegrar gasmengunar en einnig vegna reyksins frá gróðureldum. Þá er gangan löng og reynist mörgum erfið.“ Göngumenn eigi að klæða sig eftir veðri, taki með sér nesti og gleymi ekki að hafa næga hleðslu á farsímum. Ekki sé tryggt öryggi farsíma á svæðinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira