„Þetta sýnir að fólk þarf að fara varlega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 14:21 Gígbarmurinn brast einnig aðfaranótt 19. júlí. Stöð 2/Arnar Eldfjallafræðingur segir að viðbúið hafi verið að barmur gígsins við Litla-Hrút myndi gefa sig í dag strax í gær. Í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu þar sem hraun rann niður á sléttuna og það ítreki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum. Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38
Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21
Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15
Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57