Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 15:24 Jeff Clemmensen (t.v.) og Daníel Geir Moritz unnu gott dagsverk í gær. Vilborg Stefánsdóttir Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins. Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri. Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri.
Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira