PSG samþykkir tilboð Al Hilal í Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 11:01 Gæti Mbappé farið til Sádi-Arabíu eftir allt saman? EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Samningsmál franska framherjan Kylian Mbappé eru áfram í brennidepli. Hann vill vera áfram hjá París Saint-Germain og fara frítt næsta sumar en félagið vill selja hann í sumar. Al Hilal frá Sádi-Arabíu hefur nú boðið 300 milljónir evra í leikmanninn (44 milljarðar íslenskra króna). Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36