Færeyingar segja grindhvaladráp í samræmi við lög um dýravelferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 16:00 Farþegarnir voru í áfalli efir að hafa horft upp á fjörutíu grindhvali rekna upp í fjöru og drepna með krókum og sveðjum. EPA Færeyska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu til þess að verja grindhvaladráp. Ferðamenn á bresku skemmtiferðaskipi urðu nýlega vitni að drápunum og vakti það óhug hjá mörgum. „Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
„Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira