Fór holu í höggi á frumraun sinni á risamóti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2023 11:31 Travis Smyth varð fyrstur til að fara holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi 2023. getty/Richard Heathcote Ástralski kylfingurinn Travis Smyth gleymir deginum í dag eflaust seint enda fór hann holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira