Nýkominn heim frá einu Evrópumóti og strax á leiðinni á annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Tómas Valur Þrastarson í leik á móti Haukum en hann hefur spilað stórt hlutverk hjá Þór undanfarin tvö tímabil. Vísir/Hulda Margrét Íslenska átján ára landslið karla í körfubolta hefur í kvöld leik á Evrópumótinu en Ísland er i b-deild í þessum aldursflokki og keppir í Matoshinos í Portúgal. Einn leikmanna liðsins er nýkominn heim af öðru Evrópumóti. Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira