Metfjöldi sá Matildurnar byrja á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 12:02 Sigurmarki dagsins fagnað. Robert Cianflone/Getty Images Ástralía lagði Írland með einu marki gegn engu í fyrsta leik liðanna á HM kvenna í knattspyrnu. Aldrei hafa fleiri komið saman til að horfa á kvennaknattspyrnu í Ástralíu. Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira
Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira
Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59