Nýlega var 10 ára afmæli Fischersetursins fagnað. Byrjað var á guðsþjónustu í Laugardælakirkju, sem séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson stýrði en hann jarðsetti einmitt Bobby Fischer í kirkjugarðinum þar 21. janúar 2008. Allir af helstu skáksnillingar landsins mættu í kirkjuna og í Fischersetrið, auk menningarmálaráðherra. Ræður voru haldnar og Fischers minnst.

„Og hér er frægasta leiði heimsins, myndað og sent um alla veröld. Hingað koma menn. Við eigum þennan mann og við björguðum honum en það þakka ég Davíð Oddssyni og einstökum vilja skákarinnar,” segir Guðni Ágústsson og bætir við.

„Fischer varð Íslendingur á 12 mínútum frá Alþingi Íslendinga, ég var þar staddur. Davíð sagði, „Þetta er hraðskák, ekkert málþóf, þetta er hraðskák”.
Guðni fer mikið með ferðamenn að leiði Fischers.
„Sem verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár,” segir Guðni.

En hvernig skákmaður var Fischer?
„Hann var aðeins og góður fyrir mig en ég gaf honum skráveifur margar,” segir Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák og glottir út í annað.

Og Lilja Dögg, ráðherra kom með tvær tilkynningar í 10 ára afmælinu. Annars vegar um að fjárframlög til Fischersetursins frá ríkinu verði hækkuð og svo var það þessi.
„Í annan stað þá ákvað ríkisstjórnin fyrir nokkru að það yrði reistur minnisvarði í tengslum við einvígi aldarinnar og hann er fjármagnaður að hluta til og við erum að fara í það að það verði gerð samkeppni um gerð minnisvarðans."


