Enski boltinn

Segist aldrei ætla að spila aftur fyrir Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aleksandar Mitrovic í leik með Fulham á móti Manchester United á Old Trafford.
Aleksandar Mitrovic í leik með Fulham á móti Manchester United á Old Trafford. Getty/Matt McNulty

Fulham vill að fá mikinn pening fyrir serbneska framherjann Aleksandar Mitrovic og það þýðir að hann kemst ekki í stóra samninginn sinn í Sádí-Arabíu.

Sky Sports segir frá því að Mitrovic hafi sagt ættingjum sínum frá því að hann ætli aldrei að spila aftur fyrir enska félagið. Al-Hilal hefur boðið tvisvar í leikmanninn en báðum tilboðum hefur verið hafnað.

Fulham vill fá 52 milljónir punda fyrir þennan 28 ára framherja en það þykir vera allt of hátt í augum margra.

Umboðsmaður Mitrovic hefur skorað á Tony Khan að lækka verðmiðann og segir að réttara væri að hann kostaði á bilinu 35 til 45 milljónir punda.

Mitrovic ætlaði ekki að fara í æfingaferðina til Bandaríkjanna en lét umboðsmann sinn og fulltrúa leikmannasamtakanna sannfæra sig um að fara með.

Það er samt ekki það besta í heimi að hafa fúlan Mitrovic í kringum liðið nú þegar hann er að hóta því við fjölskyldumeðlimi að hann ætli ekki að spila með liðinu í fyrsta leik sem er á móti Everton 12. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×