Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. júlí 2023 07:00 Í alvöru: Horfumst aðeins í augu við staðreyndirnar..... Morgunfúlindi eru hundleiðinleg fyrir börnin okkar, makann okkar, vinnufélaga og okkur sjálf! Eða hverjum finnst skemmtilegt að vera fúll? Morgunfúlindi eru ekki óhagganleg staðreynd og við rýnum í nokkrar leiðir til að sporna við þeim. Vísir/Getty Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. Sumir vilja ekki tala við neinn. Fyrr en kannski um tíuleytið. Sumir hreyta í annað fólk. Segja ekki einu sinni góðan daginn. Sumir eru með augabrýrnar svo langt niður að ekki einu sinni ókunnugir vilja sitja við hliðina á þeim í strætó. Dæmin eru fjölmörg og sem betur fer eigum við oft auðvelt með að gera grín að okkur sjálfum í þessu. En auðvitað vill enginn vera morgunfúll! Því hvað er gaman við það? Hér eru nokkur góð ráð sem gætu hjálpað. Svefnrútínan: Númer eitt, tvö og þrjú er að koma svefnrútínunni í lag og passa upp á að þú sofir nægilega vel. Sjö til átta tíma hið minnsta en þetta veistu nú þegar. Kíkjum því á nokkrar aðrar hugmyndir líka, jafnvel einhverjar sem eru aðeins út fyrir boxið. Hvernig væri að taka 7-10 mínútur í eftirfarandi morgunverk: Að skrifa í dagbók. Að hugleiða. Að skrifa setningu sem endurspeglar hvernig þig langar til að þér líði í dag. Að taka tímann á því hversu lengi þú ert fram úr og að hafa þig til. Setja þér markmið um að a) vera fljótari eða b) gefa þér lengri tíma. Að undirbúa það kvöldið áður að þú ætlir að borða einhvern morgunmat sem þér finnst mjög góður. Ekki ákveða þetta að morgni og fatta þá að það er ekkert til nema kornflex. Að gera verkefnalistann þinn fyrir daginn. Að vera búinn að gera persónulegan markmiðalista og byrja morgnana á því að skrifa niður þau atriði sem þér finnst ganga vel, þér finnst þú vera að ná árangri í eða þau atriði þar sem þér finnst þú nýta styrkleikana þína vel. Að vera með mismunandi morgunverk miðað við mismunandi daga vikunnar. En öll þó þannig að þau séu líkleg til að koma þér í gott skap. Að koma fjölskyldumeðlimum á óvart með því að vera hress og jafnvel á undan öðrum á fætur. Að leita ráða hjá morgunhressum vinnufélögum, hvernig þeir fara að þessu. Að gera smá grín af sjálfum þér og opinbera að þú sért í átaki gegn morgunfúlindunum og þurfir aðstoð með gleði og hlátri! Að búa til mælanleg markmið um hvernig þér er að ganga. Taka verkefnið föstum tökum eins og fagmaður og hafa gaman af því um leið. SMART eða SVÓT greiningu á þetta eða? Að búa til þínar eigin frábæru hugmyndir sem þú telur að virki fyrir þig. Aðalmálið er að horfast í augu við það að morgunfúlindi eru hundleiðinleg: Fyrir börnin þín, makann þinn, vinnufélagana og sjálfið þitt. Þannig að hvers vegna ekki að leita leiða til að breyta þessum vana, í stað þess að trúa því að morgunfúlindi séu óhagganleg staðreynd? Geðheilbrigði Góðu ráðin Ástin og lífið Tengdar fréttir Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Sumir vilja ekki tala við neinn. Fyrr en kannski um tíuleytið. Sumir hreyta í annað fólk. Segja ekki einu sinni góðan daginn. Sumir eru með augabrýrnar svo langt niður að ekki einu sinni ókunnugir vilja sitja við hliðina á þeim í strætó. Dæmin eru fjölmörg og sem betur fer eigum við oft auðvelt með að gera grín að okkur sjálfum í þessu. En auðvitað vill enginn vera morgunfúll! Því hvað er gaman við það? Hér eru nokkur góð ráð sem gætu hjálpað. Svefnrútínan: Númer eitt, tvö og þrjú er að koma svefnrútínunni í lag og passa upp á að þú sofir nægilega vel. Sjö til átta tíma hið minnsta en þetta veistu nú þegar. Kíkjum því á nokkrar aðrar hugmyndir líka, jafnvel einhverjar sem eru aðeins út fyrir boxið. Hvernig væri að taka 7-10 mínútur í eftirfarandi morgunverk: Að skrifa í dagbók. Að hugleiða. Að skrifa setningu sem endurspeglar hvernig þig langar til að þér líði í dag. Að taka tímann á því hversu lengi þú ert fram úr og að hafa þig til. Setja þér markmið um að a) vera fljótari eða b) gefa þér lengri tíma. Að undirbúa það kvöldið áður að þú ætlir að borða einhvern morgunmat sem þér finnst mjög góður. Ekki ákveða þetta að morgni og fatta þá að það er ekkert til nema kornflex. Að gera verkefnalistann þinn fyrir daginn. Að vera búinn að gera persónulegan markmiðalista og byrja morgnana á því að skrifa niður þau atriði sem þér finnst ganga vel, þér finnst þú vera að ná árangri í eða þau atriði þar sem þér finnst þú nýta styrkleikana þína vel. Að vera með mismunandi morgunverk miðað við mismunandi daga vikunnar. En öll þó þannig að þau séu líkleg til að koma þér í gott skap. Að koma fjölskyldumeðlimum á óvart með því að vera hress og jafnvel á undan öðrum á fætur. Að leita ráða hjá morgunhressum vinnufélögum, hvernig þeir fara að þessu. Að gera smá grín af sjálfum þér og opinbera að þú sért í átaki gegn morgunfúlindunum og þurfir aðstoð með gleði og hlátri! Að búa til mælanleg markmið um hvernig þér er að ganga. Taka verkefnið föstum tökum eins og fagmaður og hafa gaman af því um leið. SMART eða SVÓT greiningu á þetta eða? Að búa til þínar eigin frábæru hugmyndir sem þú telur að virki fyrir þig. Aðalmálið er að horfast í augu við það að morgunfúlindi eru hundleiðinleg: Fyrir börnin þín, makann þinn, vinnufélagana og sjálfið þitt. Þannig að hvers vegna ekki að leita leiða til að breyta þessum vana, í stað þess að trúa því að morgunfúlindi séu óhagganleg staðreynd?
Geðheilbrigði Góðu ráðin Ástin og lífið Tengdar fréttir Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02
Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01
Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01