Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 10:24 Fólk á ferðinni við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira