Hákon Arnar kynntur til leiks með eldfjallamyndbandi: Fær sjöuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2023 20:41 Hákon Arnar er mættur til Lille. Lille Franska efstu deildarliðið Lille hefur kynnt Hákon Arnar Haraldsson til leiks. Hann kemur frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar en er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Engu var til sparað í kynningunni og þá mun Hákon Arnar klæðast treyju númer 7 hjá félaginu. Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn