Arsene Wenger trúir því að Arsenal vinni titilinn eftir komu Rice Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 12:00 Declan Rice var endanlega staðfestur sem leikmaður Arsenal um helgina. Félagið ætlar sér stóra hluti með enska landsliðsmiðjumanninn innanborðs. Getty/David Price Arsene Wenger er síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Arsenal að Englandsmeisturum fyrir að verða tuttugu árum en Frakkinn hefur trú að það breytist á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur eytt stórum fjárhæðum í öfluga leikmenn í sumar og var í efsta sætinu stærsta hluta síðasta tímabils áður en liðið gaf eftir í baráttunni við Manchester City. Nú síðast gekk félagið frá kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Declan Rice. Arsene Wenger on Rice: I think it is a good investment, Overall, personally I think they have made good buys as they are players who are now mature, 23,24, and still young so can stay together for a few years. I had to cope with no money at all, so you have to find a pic.twitter.com/uyN4Q7if01— afcsphere (@afcsphere) July 16, 2023 Hefði Wenger eytt 105 milljónum punda í Declan Rice? „Ef ég hefði svo mikla peninga, af hverju ekki? Áður fyrr höfðum við engan pening og urðum að fara aðra leið. Nú stendur Arsenal vel fjárhagslega og er að fjárfesta í leikmönnum sem þeir trúa að geti fært liðinu titilinn,“ sagði Arsene Wenger í viðtali á Eurosport. „Þetta er mjög góð fjárfesting. Heilt yfir er ég er mjög ánægður með þessi kaup liðsins í sumar og tel að þetta séu rétt kaup. Þetta eru allt þroskaðir leikmenn í kringum 23 til 24 ára sem eru enn ungir,“ sagði Wenger. „Þeir geta verið saman í mörg ár en þa verður auðvitað meiri pressa á þeim á þessu tímabili heldur en í fyrra. Þeir lærðu mjög mikið á síðasta tímabili og þeir geta sýnt að þeir ráði betur við slíka pressu,“ sagði Wenger. Hverjar telur Wenger vera líkurnar á því að Arsenal vinni sinni fyrsta enska meistaratitil síðan 2004? „Ég hef trú á því að við vinnum meistaratitilinn og svo einfalt er það. Ég hef minni efasemdir um Arsenal en hjólakeppnina í dag,“ sagði Wenger en viðtalið var tekið á Tour de France. Það má sjá þetta hér fyrir neðan en til að sjá myndbandið með viðtalinu verði að fletta til hægri. View this post on Instagram A post shared by Eurosport (@eurosport) Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Arsenal hefur eytt stórum fjárhæðum í öfluga leikmenn í sumar og var í efsta sætinu stærsta hluta síðasta tímabils áður en liðið gaf eftir í baráttunni við Manchester City. Nú síðast gekk félagið frá kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Declan Rice. Arsene Wenger on Rice: I think it is a good investment, Overall, personally I think they have made good buys as they are players who are now mature, 23,24, and still young so can stay together for a few years. I had to cope with no money at all, so you have to find a pic.twitter.com/uyN4Q7if01— afcsphere (@afcsphere) July 16, 2023 Hefði Wenger eytt 105 milljónum punda í Declan Rice? „Ef ég hefði svo mikla peninga, af hverju ekki? Áður fyrr höfðum við engan pening og urðum að fara aðra leið. Nú stendur Arsenal vel fjárhagslega og er að fjárfesta í leikmönnum sem þeir trúa að geti fært liðinu titilinn,“ sagði Arsene Wenger í viðtali á Eurosport. „Þetta er mjög góð fjárfesting. Heilt yfir er ég er mjög ánægður með þessi kaup liðsins í sumar og tel að þetta séu rétt kaup. Þetta eru allt þroskaðir leikmenn í kringum 23 til 24 ára sem eru enn ungir,“ sagði Wenger. „Þeir geta verið saman í mörg ár en þa verður auðvitað meiri pressa á þeim á þessu tímabili heldur en í fyrra. Þeir lærðu mjög mikið á síðasta tímabili og þeir geta sýnt að þeir ráði betur við slíka pressu,“ sagði Wenger. Hverjar telur Wenger vera líkurnar á því að Arsenal vinni sinni fyrsta enska meistaratitil síðan 2004? „Ég hef trú á því að við vinnum meistaratitilinn og svo einfalt er það. Ég hef minni efasemdir um Arsenal en hjólakeppnina í dag,“ sagði Wenger en viðtalið var tekið á Tour de France. Það má sjá þetta hér fyrir neðan en til að sjá myndbandið með viðtalinu verði að fletta til hægri. View this post on Instagram A post shared by Eurosport (@eurosport)
Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira