Hættur við að hætta og stefnir nú á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 12:00 Már Gunnarsson sést hér þegar hann keppti á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó 2021. Getty/Dean Mouhtaropoulos Már Gunnarsson snýr nú aftur af fullum krafti í sundlaugina og mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í Manchester nú í byrjun ágúst. Már, sem er blindur, stóð sig frábærlega í sundlauginni á sínum tíma og hefur líka vakið athygli fyrir tónlistarhæfileika sína. Már tilkynnti það formlega á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann sé hættur við að hætta í sundinu. Már er fæddur árið 1999 og verður ekki 24 ára gamall fyrr en í nóvember. Það var því álit margra að hann hafi hætt allt of snemma sem hann áttaði sig síðan á sjálfur. Már hafði prófað aftur að synda fyrr á þessu ári og ýjaði þá að endurkomu. Hann staðfestir hana núna. „Svo í framhaldi verður strikið sett beint á Ólympíuleikana í París á næsta ári!,“ skrifar Már á Instagram. Hann segist þegar hafa tryggt sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra 2024. Bestu greinar hans voru 100 metra baksund, 400 metra skriðsund og 200 metra fjórsund en það verður síðan að sjá hvar hann blómstrar núna. „Ég hef nú þegar tryggt mér keppnisrétt í París en ég þarf að skora hærra á heimslistanum til að verða valinn til þátttöku! Það er gott að vera kominn aftur!,“ skrifar Már. Már keppt síðast árið 2021 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum eftir að hafa sett þrettán Íslandsmet og þá setti hann einnig nýtt heimsmet í 200 metra baksundi. Már var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðu árið 2019 en þá komst hann á verðlaunapall á heimsmeistaramótinu. Már keppti á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2021 og náð þar bestum árangur þegar hann endaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi. View this post on Instagram A post shared by Ma r (@margunnarsson) Sund Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Már, sem er blindur, stóð sig frábærlega í sundlauginni á sínum tíma og hefur líka vakið athygli fyrir tónlistarhæfileika sína. Már tilkynnti það formlega á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann sé hættur við að hætta í sundinu. Már er fæddur árið 1999 og verður ekki 24 ára gamall fyrr en í nóvember. Það var því álit margra að hann hafi hætt allt of snemma sem hann áttaði sig síðan á sjálfur. Már hafði prófað aftur að synda fyrr á þessu ári og ýjaði þá að endurkomu. Hann staðfestir hana núna. „Svo í framhaldi verður strikið sett beint á Ólympíuleikana í París á næsta ári!,“ skrifar Már á Instagram. Hann segist þegar hafa tryggt sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra 2024. Bestu greinar hans voru 100 metra baksund, 400 metra skriðsund og 200 metra fjórsund en það verður síðan að sjá hvar hann blómstrar núna. „Ég hef nú þegar tryggt mér keppnisrétt í París en ég þarf að skora hærra á heimslistanum til að verða valinn til þátttöku! Það er gott að vera kominn aftur!,“ skrifar Már. Már keppt síðast árið 2021 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum eftir að hafa sett þrettán Íslandsmet og þá setti hann einnig nýtt heimsmet í 200 metra baksundi. Már var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðu árið 2019 en þá komst hann á verðlaunapall á heimsmeistaramótinu. Már keppti á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2021 og náð þar bestum árangur þegar hann endaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi. View this post on Instagram A post shared by Ma r (@margunnarsson)
Sund Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira