Hættur við að hætta og stefnir nú á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 12:00 Már Gunnarsson sést hér þegar hann keppti á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó 2021. Getty/Dean Mouhtaropoulos Már Gunnarsson snýr nú aftur af fullum krafti í sundlaugina og mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í Manchester nú í byrjun ágúst. Már, sem er blindur, stóð sig frábærlega í sundlauginni á sínum tíma og hefur líka vakið athygli fyrir tónlistarhæfileika sína. Már tilkynnti það formlega á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann sé hættur við að hætta í sundinu. Már er fæddur árið 1999 og verður ekki 24 ára gamall fyrr en í nóvember. Það var því álit margra að hann hafi hætt allt of snemma sem hann áttaði sig síðan á sjálfur. Már hafði prófað aftur að synda fyrr á þessu ári og ýjaði þá að endurkomu. Hann staðfestir hana núna. „Svo í framhaldi verður strikið sett beint á Ólympíuleikana í París á næsta ári!,“ skrifar Már á Instagram. Hann segist þegar hafa tryggt sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra 2024. Bestu greinar hans voru 100 metra baksund, 400 metra skriðsund og 200 metra fjórsund en það verður síðan að sjá hvar hann blómstrar núna. „Ég hef nú þegar tryggt mér keppnisrétt í París en ég þarf að skora hærra á heimslistanum til að verða valinn til þátttöku! Það er gott að vera kominn aftur!,“ skrifar Már. Már keppt síðast árið 2021 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum eftir að hafa sett þrettán Íslandsmet og þá setti hann einnig nýtt heimsmet í 200 metra baksundi. Már var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðu árið 2019 en þá komst hann á verðlaunapall á heimsmeistaramótinu. Már keppti á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2021 og náð þar bestum árangur þegar hann endaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi. View this post on Instagram A post shared by Ma r (@margunnarsson) Sund Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Már, sem er blindur, stóð sig frábærlega í sundlauginni á sínum tíma og hefur líka vakið athygli fyrir tónlistarhæfileika sína. Már tilkynnti það formlega á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann sé hættur við að hætta í sundinu. Már er fæddur árið 1999 og verður ekki 24 ára gamall fyrr en í nóvember. Það var því álit margra að hann hafi hætt allt of snemma sem hann áttaði sig síðan á sjálfur. Már hafði prófað aftur að synda fyrr á þessu ári og ýjaði þá að endurkomu. Hann staðfestir hana núna. „Svo í framhaldi verður strikið sett beint á Ólympíuleikana í París á næsta ári!,“ skrifar Már á Instagram. Hann segist þegar hafa tryggt sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra 2024. Bestu greinar hans voru 100 metra baksund, 400 metra skriðsund og 200 metra fjórsund en það verður síðan að sjá hvar hann blómstrar núna. „Ég hef nú þegar tryggt mér keppnisrétt í París en ég þarf að skora hærra á heimslistanum til að verða valinn til þátttöku! Það er gott að vera kominn aftur!,“ skrifar Már. Már keppt síðast árið 2021 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum eftir að hafa sett þrettán Íslandsmet og þá setti hann einnig nýtt heimsmet í 200 metra baksundi. Már var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðu árið 2019 en þá komst hann á verðlaunapall á heimsmeistaramótinu. Már keppti á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2021 og náð þar bestum árangur þegar hann endaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi. View this post on Instagram A post shared by Ma r (@margunnarsson)
Sund Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira