Tími Onana hjá Manchester United er núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 07:31 Andre Onana lék með Internazionale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester City í vor. Getty/Jonathan Moscrop Manchester United hefur loksins náð samkomulagi við ítalska félagið Internazonale um kaup á kamerúnska markverðinum Andre Onana. United er að leita að eftirmanni David De Gea en þeim spænska var ekki boðinn áframhaldandi samning og tilkynnti á dögunum að tólf ára tími hans hjá United væri á enda. Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og henti í hið fræga „Here we go“ sem þýðir bara eitt. Onana á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samninginn en United borgar fimmtíu milljónir evra fyrir hann. ESPN fékk líka þær upplýsingar að um leið og Onana er klár sem leikmaður United þá mun Dean Henderson fara formlega af fullu til Nottingham Forest en ekki vera lengur á láni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Onana sían þeir unnu saman hjá Ajax Amsterdam. United mun nú reyna að tryggja sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo hann geti spilað með liðinu í æfingaferðinni þangað. Onana verður önnur kaup United í sumar á eftir kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Mason Mount frá Chelsea. Onana er 27 ára gamall og hefur verið hjá Inter Milan í aðeins eitt tímabil. Hann lék með Ajax frá 2016 til 2022. Hann kom sér í fréttirnar á HM í Katar í desember síðastliðnum þegar landsliðsþjálfarinn sendi hann heim á miðju móti eftir rifildi um leikaðferðir liðsins. Hann hætti síðan í landsliðinu stuttu síðar. André Onana to Manchester United, it s finally here we go! Clubs are closing in on the agreement then Onana will travel for medical tests and contract signing.Man Utd set to request VISA for Onana for USA trip.Ten Hag will have the new goalkeeper he wanted. pic.twitter.com/hWQX9svsMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
United er að leita að eftirmanni David De Gea en þeim spænska var ekki boðinn áframhaldandi samning og tilkynnti á dögunum að tólf ára tími hans hjá United væri á enda. Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og henti í hið fræga „Here we go“ sem þýðir bara eitt. Onana á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samninginn en United borgar fimmtíu milljónir evra fyrir hann. ESPN fékk líka þær upplýsingar að um leið og Onana er klár sem leikmaður United þá mun Dean Henderson fara formlega af fullu til Nottingham Forest en ekki vera lengur á láni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Onana sían þeir unnu saman hjá Ajax Amsterdam. United mun nú reyna að tryggja sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo hann geti spilað með liðinu í æfingaferðinni þangað. Onana verður önnur kaup United í sumar á eftir kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Mason Mount frá Chelsea. Onana er 27 ára gamall og hefur verið hjá Inter Milan í aðeins eitt tímabil. Hann lék með Ajax frá 2016 til 2022. Hann kom sér í fréttirnar á HM í Katar í desember síðastliðnum þegar landsliðsþjálfarinn sendi hann heim á miðju móti eftir rifildi um leikaðferðir liðsins. Hann hætti síðan í landsliðinu stuttu síðar. André Onana to Manchester United, it s finally here we go! Clubs are closing in on the agreement then Onana will travel for medical tests and contract signing.Man Utd set to request VISA for Onana for USA trip.Ten Hag will have the new goalkeeper he wanted. pic.twitter.com/hWQX9svsMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira