Svartfellingar hræktu á aðstoðarþjálfara íslenska liðsins Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 14:16 Allt á suðupunkti í Heraklion Skjáskot Youtube Það sauð heldur betur upp úr eftir nokkuð öruggan sigur Íslands á Svartfjallalandi á heimsmeistaramóti U20 liða í körfubolta. Þjálfarateymi Svartfellinga missti algjörlega stjórn á sér og hrækt var á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands. Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023 Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023
Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti