Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2023 19:41 Þeir Ari og Pétur fóru báðir með aðalhlutverk í útskriftarsýningum þeirra. Ari, til vinstri, fór með hlutverk Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í söngleiknum Jane Eyre. Craig Fuller Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum. Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum.
Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira