James Harden staðráðinn í að hefja leik með Clippers í haust Siggeir Ævarsson skrifar 15. júlí 2023 12:46 James Harden í leik gegn Golden State Warriors Vísir/Getty Sagan endalausa um möguleg félagaskipti James Harden heldur áfram en hann er nú sagður staðráðinn í að hefja komandi tímabil sem leikmaður Los Angeles Clippers. Fyrr í sumar hafði Harden ákveðið að nýta sér ekki eins árs framlengingarákvæði í samningi sínum og freista gæfunnar ósamningsbundinn á leikmannamarkaðnum. Kom þó fljótlega í ljós að áhugi annarra liða á leikmanninum var minni en hann hafði reiknað með og ekki hjálpuðu stífar launakröfur hans til. Mikið var rætt um mögulega endurkomu hans til Houston Rockets, en ekkert varð úr þeim orðrómi og að lokum ákvað Harden að taka ekki þá áhættu að eiga ekki fyrir salti í grautinn næsta vetur og framlengdi samning sinn við 76ers rétt fyrir mánaðamót. Það þýðir þó ekki að Harden hafi áhuga á að vera áfram búsettur í heimaborg Rocky Balboa. Heimildamenn nátengdir Harden segja að hann sé ósáttur við það hvernig Daryl Morey, forseti 76ers, hefur höndlað möguleg félagaskipti hans og nú ætli hann sér að skipta yfir til Los Angeles Clippers, sama hvað. Á meðan Harden bíður eftir félagaskiptum heldur hann þó áfram að umgangast liðsfélaga sína hjá 76ers en hann og Joel Embid sáust skemmta sér saman í Vegas á dögunum og fór vel á með þeim. Embid lét hafa eftir sér að hann vonaðist eftir því að Harden skipti um skoðun en hann virðist hafa gert upp hug sinn um framtíðina. James Harden still wants out of Philadelphia and is determined to end up with the Clippers, per @sam_amick Harden s stance has not changed, a source close to him told The Athletic. He still wants to leave Philadelphia. He s still upset with how Morey handled his situation pic.twitter.com/KwnRE1CTXX— NBACentral (@TheNBACentral) July 13, 2023 NBA Körfubolti Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Fyrr í sumar hafði Harden ákveðið að nýta sér ekki eins árs framlengingarákvæði í samningi sínum og freista gæfunnar ósamningsbundinn á leikmannamarkaðnum. Kom þó fljótlega í ljós að áhugi annarra liða á leikmanninum var minni en hann hafði reiknað með og ekki hjálpuðu stífar launakröfur hans til. Mikið var rætt um mögulega endurkomu hans til Houston Rockets, en ekkert varð úr þeim orðrómi og að lokum ákvað Harden að taka ekki þá áhættu að eiga ekki fyrir salti í grautinn næsta vetur og framlengdi samning sinn við 76ers rétt fyrir mánaðamót. Það þýðir þó ekki að Harden hafi áhuga á að vera áfram búsettur í heimaborg Rocky Balboa. Heimildamenn nátengdir Harden segja að hann sé ósáttur við það hvernig Daryl Morey, forseti 76ers, hefur höndlað möguleg félagaskipti hans og nú ætli hann sér að skipta yfir til Los Angeles Clippers, sama hvað. Á meðan Harden bíður eftir félagaskiptum heldur hann þó áfram að umgangast liðsfélaga sína hjá 76ers en hann og Joel Embid sáust skemmta sér saman í Vegas á dögunum og fór vel á með þeim. Embid lét hafa eftir sér að hann vonaðist eftir því að Harden skipti um skoðun en hann virðist hafa gert upp hug sinn um framtíðina. James Harden still wants out of Philadelphia and is determined to end up with the Clippers, per @sam_amick Harden s stance has not changed, a source close to him told The Athletic. He still wants to leave Philadelphia. He s still upset with how Morey handled his situation pic.twitter.com/KwnRE1CTXX— NBACentral (@TheNBACentral) July 13, 2023
NBA Körfubolti Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira