Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2023 14:29 Það hefur verið nóg um að vera á LungA í vikunni og núna um helgina verður uppskeruhátíð þar sem listamenn halda sýningar og tónleika fyrir gesti. LungA/Pussy Riot Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty Múlaþing LungA Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty
Múlaþing LungA Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“