Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2023 14:29 Það hefur verið nóg um að vera á LungA í vikunni og núna um helgina verður uppskeruhátíð þar sem listamenn halda sýningar og tónleika fyrir gesti. LungA/Pussy Riot Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty Múlaþing LungA Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty
Múlaþing LungA Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið