Afganskan konan ekki borin út og getur sótt um aftur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2023 13:01 Kristín segir að til skoðunar sér að breyta verklagi. Stöð 2 Útlendingastofnun skoðar að breyta verklagi hvað varðar mál flóttafólks sem kemur hingað frá Ítalíu. Þar er yfirlýst neyðarástand vegna mikils álags og fjölda flóttafólks. Forstjóri Útlendingastofnunar, Kristín Völundardóttir, segir mál afganskrar konu sem dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd og er nú réttindalaus á Íslandi einstakt. Stofnunin hafi brugðist við í gær og sent henni tölvupóst þar sem útskýrð voru fyrir henni hennar möguleikar og réttur. „Það voru leiðbeiningar sendar til hennar í gær í tölvupósti sem ég vona að hafi skilað sér. Þar var dregið saman hvað gerðist þegar hún dró umsókn sína til baka, það er þessi möguleiki á að missa þjónustu ef Vinnumálastofnun ákveður að það eigi ekki að veita hana áfram, ég tek það fram að það er ekki á forræði Útlendingastofnunar að ákveða það,“ segir Kristín. Geti sótt aftur um vernd Hún segir að í sama tölvupósti hafi konunni verið bent á að hún geti sótt um þjónustu á forræði Ríkislögreglustjóra, eins og aðrir sem hafa fengið lokaniðurstöðu sem ekki felst í vernd, að komast í húsnæði fyrir þau sem eiga að fara. Þá hafi einnig verið bent á að hún geti farið í samhæfingarmiðstöð vegna flóttafólks í Domus á Egilsgötu og sótt þar aftur um vernd á Íslandi. Spurðir hverjir hennar möguleikar eru, þegar hún er enn með opna umsókn á Ítalíu, segir Kristín að það sama gildi um hana og aðra sem komi þaðan að mál þeirra séu til skoðunar en Ítalía lýsti yfir neyðarástandi vegna fjölda flóttafólks við lok síðasta árs. „Við erum með einstaklinga, einhvern hóp, sem hefði átt að senda og eru í bið en það eru ákveðnir frestir í lögunum sem leiða sjálfkrafa til þess að fólk fer í efnismeðferð að sex mánuðum liðnum frá lokaniðurstöðu og við erum að skoða hvort við hoppum yfir þessa sex mánuði og setjum fólk „ex officio“ í efnismeðferð, en það er ekki búið að taka þessa ákvörðun,“ segir Kristín og að ef konan sæki um að nýju myndi hún þurfa að bíða þennan frest en ef þessi ákvörðun verði tekin fari mál hennar beint í efnismeðferð eins og annarra í þessari stöðu. Öllum í hag að stytta málsmeðferð Hún segir að um fimmtán til átján mál sé að ræða frá áramótum og áréttar að ákvörðunin um breytt verklag verði ekki tekin ein af Útlendingastofnun heldur verði ráðherra að koma að henni. „Ef að við leggjum til að við tökum fólk sem er í Dyflinnarmeðferð beint í efnismeðferð þá þarf það að gerast í þökk ráðuneytisins,“ segir Kristín og að þetta sé komið til tals en að vegna sumarleyfa verði ákvörðunin líklega ekki tekin fyrr en í ágúst. „Við þurfum að greina hversu stór þessi hópur er en ég held það sé öllum í hag að stytta málsmeðferðina. Við sjáum ekki fram á það að Ítalía fari að opna en maður veit svosem aldrei,“ segir Kristín að lokum. Hvað varðar afgönsku konuna og son hennar segir Eva Hauksdóttir, fyrrum talsmaður hennar og lögmaður, að hún flytji í dag og sé létt að vera ekki borin út en að hún sé enn í mikilli óvissu. „Henni er létt við það að vita að hún verði ekki borin út en hún veit alveg jafn lítið hvað verður um hana og hvort hún á enda verði send til ítalíu og þurfi að bíða hérna í marga mánuði eftir að Ítalía vilji taka við henni eða hvort það er eitthvað vit í því að fara aftur í umsóknarferli,“ segir Eva og að um óvanalegar aðstæður sé að ræða. Fjallað var um málið á Stöð 2 og Bylgjunni í gær en Eva vakti athygli á máli konunnar í aðsendri grein. Hægt er að kynna sér hana hér. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ítalía Tengdar fréttir Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Forstjóri Útlendingastofnunar, Kristín Völundardóttir, segir mál afganskrar konu sem dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd og er nú réttindalaus á Íslandi einstakt. Stofnunin hafi brugðist við í gær og sent henni tölvupóst þar sem útskýrð voru fyrir henni hennar möguleikar og réttur. „Það voru leiðbeiningar sendar til hennar í gær í tölvupósti sem ég vona að hafi skilað sér. Þar var dregið saman hvað gerðist þegar hún dró umsókn sína til baka, það er þessi möguleiki á að missa þjónustu ef Vinnumálastofnun ákveður að það eigi ekki að veita hana áfram, ég tek það fram að það er ekki á forræði Útlendingastofnunar að ákveða það,“ segir Kristín. Geti sótt aftur um vernd Hún segir að í sama tölvupósti hafi konunni verið bent á að hún geti sótt um þjónustu á forræði Ríkislögreglustjóra, eins og aðrir sem hafa fengið lokaniðurstöðu sem ekki felst í vernd, að komast í húsnæði fyrir þau sem eiga að fara. Þá hafi einnig verið bent á að hún geti farið í samhæfingarmiðstöð vegna flóttafólks í Domus á Egilsgötu og sótt þar aftur um vernd á Íslandi. Spurðir hverjir hennar möguleikar eru, þegar hún er enn með opna umsókn á Ítalíu, segir Kristín að það sama gildi um hana og aðra sem komi þaðan að mál þeirra séu til skoðunar en Ítalía lýsti yfir neyðarástandi vegna fjölda flóttafólks við lok síðasta árs. „Við erum með einstaklinga, einhvern hóp, sem hefði átt að senda og eru í bið en það eru ákveðnir frestir í lögunum sem leiða sjálfkrafa til þess að fólk fer í efnismeðferð að sex mánuðum liðnum frá lokaniðurstöðu og við erum að skoða hvort við hoppum yfir þessa sex mánuði og setjum fólk „ex officio“ í efnismeðferð, en það er ekki búið að taka þessa ákvörðun,“ segir Kristín og að ef konan sæki um að nýju myndi hún þurfa að bíða þennan frest en ef þessi ákvörðun verði tekin fari mál hennar beint í efnismeðferð eins og annarra í þessari stöðu. Öllum í hag að stytta málsmeðferð Hún segir að um fimmtán til átján mál sé að ræða frá áramótum og áréttar að ákvörðunin um breytt verklag verði ekki tekin ein af Útlendingastofnun heldur verði ráðherra að koma að henni. „Ef að við leggjum til að við tökum fólk sem er í Dyflinnarmeðferð beint í efnismeðferð þá þarf það að gerast í þökk ráðuneytisins,“ segir Kristín og að þetta sé komið til tals en að vegna sumarleyfa verði ákvörðunin líklega ekki tekin fyrr en í ágúst. „Við þurfum að greina hversu stór þessi hópur er en ég held það sé öllum í hag að stytta málsmeðferðina. Við sjáum ekki fram á það að Ítalía fari að opna en maður veit svosem aldrei,“ segir Kristín að lokum. Hvað varðar afgönsku konuna og son hennar segir Eva Hauksdóttir, fyrrum talsmaður hennar og lögmaður, að hún flytji í dag og sé létt að vera ekki borin út en að hún sé enn í mikilli óvissu. „Henni er létt við það að vita að hún verði ekki borin út en hún veit alveg jafn lítið hvað verður um hana og hvort hún á enda verði send til ítalíu og þurfi að bíða hérna í marga mánuði eftir að Ítalía vilji taka við henni eða hvort það er eitthvað vit í því að fara aftur í umsóknarferli,“ segir Eva og að um óvanalegar aðstæður sé að ræða. Fjallað var um málið á Stöð 2 og Bylgjunni í gær en Eva vakti athygli á máli konunnar í aðsendri grein. Hægt er að kynna sér hana hér.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ítalía Tengdar fréttir Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01
Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00
Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02