„Ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað leiki fyrir landið sitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 07:02 Glódís Perla er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og vonandi verður fullur völlur, frábær stemning og góður fótbolti,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Finnlandi sem fram fer í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira