„Ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað leiki fyrir landið sitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 07:02 Glódís Perla er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og vonandi verður fullur völlur, frábær stemning og góður fótbolti,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Finnlandi sem fram fer í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira