Segir Henderson búinn að samþykkja tilboð Al-Ettifaq | Fer Fabinho líka? Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 15:45 Henderson og Fabinho gætu yfirgefið Liverpool á næstu dögum. Vísir/Getty Blaðamenn á Englandi greina frá því núna eftir hádegið að Jordan Henderson sé búinn að komast að samkomulagi við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi. Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti