NFL valdi Aaron Rodgers og New York Jets í „Hard Knocks“ í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 13:00 Eins og það hafi ekki verið næg pressa fyrir þá munu Aaron Rodgers og New York Jets liðið undirbúa sig fyrir tímabilið fyrir framan myndavélarnar. Getty/Rich Schultz NFL-deildin hefur ákveðið hvaða lið fær á sig sviðsljósið á undirbúningstímabilinu en það verður liðið sem var að semja við einn besta leikstjórnanda síðustu áratuga í deildinni. Heimildarmenn Adam Schefter hjá ESPN, staðfestu við hann að NFL og NFL Films hafi valið Aaron Rodgers og New York Jets í „Hard Knocks“ í ár. Í „Hard Knocks“ þáttunum verður fylgst með öllu undirbúningstímabilinu og myndavélarnar eru nánast alls staðar, á æfingasvæðinu, í matsalnum, í lyftingasalnum, á liðsfundum, í klefanum og svo er einnig fylgst með leikmönnum utan vinnunnar. NFL and NFL Films have selected the New York Jets to serve as this year s team on Hard Knocks, per sources. Jets report to training camp one week from today, July 19, and the cameras will be rolling in full force. pic.twitter.com/v9A7Pb9GP2— Adam Schefter (@AdamSchefter) July 12, 2023 Undirbúningstímabil NFL deildarinnar er að hefjast og leikmenn New York Jets eiga að mæta í vinnuna á miðvikudaginn kemur. Það koma ekki öll lið til greina í „Hard Knocks“ þáttinn því þar mega ekki vera lið með þjálfara á fyrsta ári, lið sem hefur verið í úrslitakeppni undanfarin tvö ár eða lið sem hafa verið í þættinum á síðustu tíu árum. Það gerði það að verkum að þau sem komu til greina að þessu sinni voru Jets, Chicago Bears, New Orleans Saints og Washington Commanders Robert Saleh, þjálfari New York Jets, hafði lýst því yfir að hann vildi ekki vera með myndavélar „Hard Knocks“ á sínu liði. Honum varð ekki að ósk sinni. Áhuginn er gríðarlegur á Jets í ár þökk sé komu hins magnaða Aaron Rodgers en hann fær það risastóra verkefni að reyna að ná árangri með liðið. „Hard Knocks“ þttirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport í haust eins og undanfarin ár. #HardKnocks can t get here soon enough Which storyline are you most anticipating? #TakeFlight pic.twitter.com/ihca2jamNi— The 33rd Team (@The33rdTeamFB) July 12, 2023 NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Heimildarmenn Adam Schefter hjá ESPN, staðfestu við hann að NFL og NFL Films hafi valið Aaron Rodgers og New York Jets í „Hard Knocks“ í ár. Í „Hard Knocks“ þáttunum verður fylgst með öllu undirbúningstímabilinu og myndavélarnar eru nánast alls staðar, á æfingasvæðinu, í matsalnum, í lyftingasalnum, á liðsfundum, í klefanum og svo er einnig fylgst með leikmönnum utan vinnunnar. NFL and NFL Films have selected the New York Jets to serve as this year s team on Hard Knocks, per sources. Jets report to training camp one week from today, July 19, and the cameras will be rolling in full force. pic.twitter.com/v9A7Pb9GP2— Adam Schefter (@AdamSchefter) July 12, 2023 Undirbúningstímabil NFL deildarinnar er að hefjast og leikmenn New York Jets eiga að mæta í vinnuna á miðvikudaginn kemur. Það koma ekki öll lið til greina í „Hard Knocks“ þáttinn því þar mega ekki vera lið með þjálfara á fyrsta ári, lið sem hefur verið í úrslitakeppni undanfarin tvö ár eða lið sem hafa verið í þættinum á síðustu tíu árum. Það gerði það að verkum að þau sem komu til greina að þessu sinni voru Jets, Chicago Bears, New Orleans Saints og Washington Commanders Robert Saleh, þjálfari New York Jets, hafði lýst því yfir að hann vildi ekki vera með myndavélar „Hard Knocks“ á sínu liði. Honum varð ekki að ósk sinni. Áhuginn er gríðarlegur á Jets í ár þökk sé komu hins magnaða Aaron Rodgers en hann fær það risastóra verkefni að reyna að ná árangri með liðið. „Hard Knocks“ þttirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport í haust eins og undanfarin ár. #HardKnocks can t get here soon enough Which storyline are you most anticipating? #TakeFlight pic.twitter.com/ihca2jamNi— The 33rd Team (@The33rdTeamFB) July 12, 2023
NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira