Mótherjar Víkinga í kvöld keyptu leikmann á dögunum á 236 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 14:15 Arnar Gunnlaugsson á einni af síðustu æfingum Víkingsliðsins áður en liðið flaug út til Lettlands. @vikingurfc Bikarmeistarar Víkinga sækja lettneska liðið Riga heim í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023 Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira