„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:45 Liðsmenn Sigurvonar á gosstöðvunum. Tómas Logi er til vinstri á myndinni. Sigurvon Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira