Búist við kuldahreti Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 13:46 Samvæmt Bliku er von á kuldahreti. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að sumarið sé þó ekki búið. Veðurstofa Íslands Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku. Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“ Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Sjá meira
Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“
Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Sjá meira