„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2023 11:00 Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, kveðst hafa viljað mæta Gylfa Þór að Hlíðarenda í kvöld. Samsett/Vísir Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins. Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira