Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. júlí 2023 21:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir reykmökkinn í kringum gosið að mestu leyti stafa af brennandi gróðri í kring. „Það er einmitt mjög mikill sinubruni og mosabruni, búnir að brenna mjög mikið. Hérna til hliðar við okkur er mjög þéttur mökkur og ólíft hérna sumstaðar í kring. Og ég bið alla um að vera ekki að fara hérna nema að vel athuguðu máli. Fara ekki inn í þessa mekki.“ Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Vísir/Egill Það er kannski ekkert skynsamlegt að vera að hleypa ferðamönnum svona nálægt? „Nei, það þarf líka að passa að þetta er komið svo langt út úr. Það er langt að ganga og ef veðrin breytast eitthvað getur þetta orðið hættulegt fyrir sumt fólk.“ Þegar fréttamaður náði tali af Elvari Eyberg, björgunarsveitarmanni í Björgunarsveit Suðurnesja, var enn óheimilt að ganga að svæðinu. Hann sagði það fólk sem þrátt fyrir það lagði leið sína að gosstöðvunum hafa sennilega farið í skjóli nætur. Aðspurður sagði hann aðstæður á svæðinu ekki spennandi fyrir fólk eins og staðan væri í dag. Gos geti varið í mánuði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að í gær hafi verið um að ræða tiltölulega langa gossprungu sem náði næstum einum kílómetra með samfelldum kvikustrókum og samanstóð af mörgum minni sprungum. „Þá var framleiðnin svona um fjörutíu rúmmetrar á sekúndu. Það sem gerðist í dag er að það fór að draga úr virkninni á mörgum af þessum gígopum sem voru í gær og búið að draga saman á í raun og veru eitt gosop eða einn stað á gossprungunni,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er að byggjast núna upp gígur og þar eru kvikustrókar að koma upp úr þremur, fjórum gosopum og framleiðnin hefur sennilega minnkað um helming allavega á þessum tíma. En að sama skapi ef þú þrengir gosopið eða styttir það, þá þarftu að koma öllu þessu magni upp samt sem áður upp um styttra gosop og þar af leiðandi eru kvikustrókarnir að verða alltaf hærri og hærri og þeir eru komnir svona nokkuð stöðugir upp í fjörutíu til fimmtíu metra núna,“ segir Þorvaldur. Eldgosið við Litla-Hrút eru þriðju eldsumbrotin á jafn mörgum árum. Eldgosið við Fagradalsfjall sem hófst árið 2021 stóð yfir í um það bil hálft ár og gosið í Meradölum stóð í um átján daga í fyrra. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig hversu langt gosið verður að þessu sinni. „Það er búið að opna leið fyrir kvikuna upp til yfirborðs og á meðan það er ekkert lokað aftur, það er ekki skrúfað fyrir leiðsluna, þá held ég að þetta haldi bara áfram að flæða. Þannig að þetta gæti orðið gos sem stendur yfir í tvær, þrjár vikur eða jafnvel mánuði,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira