Fór í annað lið en allar hinar til að gera deildina skemmtilegri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 14:00 Saga Blöndal er hér komin í búning Skautafélags Reykjavíkur. SR/Bjarni Helgason Landsliðskonan Saga Blöndal hefur tekið skautana aftur fram og ætlar að spila íshokkí kvennaliði SR í vetur. Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga. Íshokkí Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga.
Íshokkí Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira