Franska liðið fór með 100-45 sigur af hólmi en þessi leikur var liður í þriðju og síðustu umferð í D-riðli keppninnar.
Kristján Fannar Ingólfsson, leikmaður Stjörnunnar, var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 11 stig og Njarðvíkingurinn Elías Bjarki Pálsson kom næstur með átta stig. Tómas Valur Þrastarson, sem spilar fyrir Þór Þorlákshöfn bætti svo sex stigum við í sarpinn hjá Íslandi.
Ísland hafði þar áður lagt Slóvena að velli og beðið ósigur gegn Þýskalandi og íslenska liðið hafnar þar af leiðandi í þriðja sæti riðilsins. Ísland leikur í 16 liða úrslitum mótsins á miðvikudaginn kemur.