Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 14:52 Margot Robbie og Ryan Gosling á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í vikunni. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni. AP Photo/Chris Pizzello Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a>
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira