Conte las yfir í brasilísku stjörnunni í tvo tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 10:31 Richarlison fær hér klapp frá Antonio Conte eftir að sá síðarnefndi tók Brassann af velli. Getty/Mike Hewitt Richarlison náði ekki að standast þær væntingar sem voru til hans gerðar þegar Tottenham keypti hann frá Everton. Meðferðin hjá knattspyrnustjóranum var örugglega ekki að hjálpa mikið til. Richarlison hefur nú sagt frá því sem hann þurfti að ganga í gegnum á liðsfundi hjá Tottenham á síðasta tímabili. Hann segir að knattspyrnustjórinn Antonio Conte hafi þá lesið yfir honum í tvo klukkutíma. Richarlison hafði gagnrýnt Conte eftir að Tottenham datt út úr Meistaradeildinni en Conte svaraði honum opinberlega með því að kalla brasilíska framherjann eigingjarnan. Conte var seinna rekinn frá Tottenham. PSA: Don't criticise Antonio Conte in public #Richarlison #Conte #Spurs #THFC #PL pic.twitter.com/TLaR7pJMsq— DR Sports (@drsportsmedia) July 10, 2023 Richarlison var gestur í Que Papinho hlaðvarpinu í heimalandi sínu og talaði þar um að það hafi verið rangt hjá sér að gagnrýna knattspyrnustjórann sinn og að honum hafi svo sannarlega verið refsað fyrir það fyrir framan liðsfélaga sína. „Auðvitað gerði ég mig sjálfan að fífli í viðtalinu með því að segja ég þyrfti tíma og allt annað sem ég sagði. Þetta var eftir að við duttum út úr Meistaradeildinni og ég bað hann seinna afsökunar,“ sagði Richarlison. „Ég sagði meira segja við hann að ef hann vildi refsa mér þá mætti hann það. Við unnum úr þessu þarna en þegar ég reyndi að komast aftur á skrið þá meiddist ég aftur. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá hefur þetta alltaf áhrif á hausinn,“ sagði Richarlison. „Hann verður alltaf að sýna ákveðni sína fyrir framan hópinn, láta vita af því að hann sé þarna og hver sé með stjórnina. Það er hans leið að eiga samskipti við fólk og við hópinn. Hann eyddi næstum því tveimur tímum í að lesa yfir mér á liðsfundi og það fyrir framan alla,“ sagði Richarlison og hló. Richarlison reached out to Antonio Conte after he left Tottenham pic.twitter.com/dTxJvVrzJz— ESPN UK (@ESPNUK) July 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Richarlison hefur nú sagt frá því sem hann þurfti að ganga í gegnum á liðsfundi hjá Tottenham á síðasta tímabili. Hann segir að knattspyrnustjórinn Antonio Conte hafi þá lesið yfir honum í tvo klukkutíma. Richarlison hafði gagnrýnt Conte eftir að Tottenham datt út úr Meistaradeildinni en Conte svaraði honum opinberlega með því að kalla brasilíska framherjann eigingjarnan. Conte var seinna rekinn frá Tottenham. PSA: Don't criticise Antonio Conte in public #Richarlison #Conte #Spurs #THFC #PL pic.twitter.com/TLaR7pJMsq— DR Sports (@drsportsmedia) July 10, 2023 Richarlison var gestur í Que Papinho hlaðvarpinu í heimalandi sínu og talaði þar um að það hafi verið rangt hjá sér að gagnrýna knattspyrnustjórann sinn og að honum hafi svo sannarlega verið refsað fyrir það fyrir framan liðsfélaga sína. „Auðvitað gerði ég mig sjálfan að fífli í viðtalinu með því að segja ég þyrfti tíma og allt annað sem ég sagði. Þetta var eftir að við duttum út úr Meistaradeildinni og ég bað hann seinna afsökunar,“ sagði Richarlison. „Ég sagði meira segja við hann að ef hann vildi refsa mér þá mætti hann það. Við unnum úr þessu þarna en þegar ég reyndi að komast aftur á skrið þá meiddist ég aftur. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá hefur þetta alltaf áhrif á hausinn,“ sagði Richarlison. „Hann verður alltaf að sýna ákveðni sína fyrir framan hópinn, láta vita af því að hann sé þarna og hver sé með stjórnina. Það er hans leið að eiga samskipti við fólk og við hópinn. Hann eyddi næstum því tveimur tímum í að lesa yfir mér á liðsfundi og það fyrir framan alla,“ sagði Richarlison og hló. Richarlison reached out to Antonio Conte after he left Tottenham pic.twitter.com/dTxJvVrzJz— ESPN UK (@ESPNUK) July 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira