„Hvort að ég sé rétti maðurinn er annarra að ákveða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2023 17:00 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega niðurlútur eftir 3-0 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals í sólinni á Selfossi í dag. „Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
„Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54