Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 08:01 Bruce Mwape hefur stýrt Sambíu frá árinu 2018. Tim Clayton/Getty Images Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira