„Þurfum frammistöðu frá fyrsta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 12:00 Mauricio Pochettino er bjartsýnn á að Chelsea komist á sigurbraut á nýjan leik. Vísir/Getty Mauricio Pochettino er kominn til starfa hjá Chelsea. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri liðsins fór hann yfir væntingarnar fyrir komandi tímabil. Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“ Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira