„Hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 22:47 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Beggja blands, smá léttir að við fengum jöfnunarmark undir lokin en mér fannst við eiginlega meira skilið úr þessum leik,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-19 ára landsliðs karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli við Noregi á lokakeppni EM. „Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
„Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira